Beint í efni

Neytendur njóta góðs af stöðugu verði á búvörum

26.08.2010

Hagstofa Íslands hefur birt vísitölu neysluverðs miðað við verðlag í ágúst. Athygli vekur að búvörur og grænmeti hafa haldið aftur af verðbólgu sl. 12 mánuði svo um munar. 

Er vísitalan nú 362,6 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 0,25% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 344,9 stig og hækkaði hún um 0,38% frá júlí. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,5% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 5,8%.

Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs lækkað um 0,7% sem jafngildir 2,9% verðhjöðnun á ári (3,4% verðhjöðnun fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Þegar þróun vísitölunnar er skoðuð sl. 12 mánuði sést að ekkert af þessari hækkun er rakið til verðhækkana á búvörum og grænmeti. Þessar vörur hafa hækkað um 0,1% sl. 12 mánuði meðan innlendar vörur án búvöru hafa hækkað um 8,7% og innfluttar vörur um 5,7% sjá meðfylgjandi töflu sem fylgir fréttatilkynningu Hagstofunnar. /EB

Vísitala neysluverðs eftir eðli og uppruna 2010

Undirvísitölur mars 1997=100

 

 

Breyting síðustu 12 mánuði

 

 

 

 

 

 

 

 Áhrif á vísit.

 

júlí

ágúst

%

 

 

 

 

 

Vísitala neysluverðs

202,7

203,2

4,5

4,5

Þar af:

 

 

 

 

Innlendar vörur og grænmeti

178,7

179,3

4,9

0,7

Búvörur og grænmeti

161,6

162,6

0,1

0,0

Innlendar vörur án búvöru

192,5

192,6

8,7

0,7

Innfluttar vörur alls

183,1

184,0

5,7

2,1

Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks

176,4

177,4

5,6

1,9

Dagvara

182,5

183,3

3,7

0,7