Beint í efni

Neysla innlends nautgripakjöts eykst milli ára

24.01.2018

Sala á öllum kjöttegundum framleiddum hér á landi jókst árið 2017 frá árinu áður. Nautgripakjöt mælist með 16,4% hlutdeild af sölu innlends kjöts og er það sama hlutfall og árið árið. Salan jókst hins vegar úr 4.377 tonnum árið 2016 í 4.603 tonn árið 2017 og hefur því aukist um 5,2% milli ára.

Ætla má að hægt sé að rekja aukninguna að miklu leyti til ferðamanna en nautakjöt hefur einnig verið að ryðja sér til rúms hjá íslenskum neytendum í auknum mæli síðastliðin ár.