Beint í efni

Neysla á ostum dregur úr líkum á hjartasjúkdómum

09.01.2018

Nýverið birtist í afar áhugaverð grein um samhengi neyslu og heilsufars og birtist þessi grein í næringarfræðiritinu European Journal of Nutrition. Rannsóknin leiddi í ljós að þeir sem borðuðu amk. 43 grömm af osti á dag áttu síður á hættu á að fá hjartasjúkdóma en þeir sem borðuðu minna magn eða alls ekki ost. Munurinn var umtalsverður og minnkuðu líkurnar á hjartasjúkdómum um 14% með aukinni neyslu á ostum. Samkvæmt sömu rannsókn skipti fituinnihald ostanna ekki verulegu máli.

Þess má geta að þessi rannsókn náði til neyslu- og heilsufarsgagna um 200.000 einstaklinga og má lesa má nánar um þessa rannsókn með því að smella hér/SS.