Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Neysla á nautakjöti eykst í Kína

25.10.2012

Talið er að nautakjötsframleiðslan í Kína aukist um 1% árið 2013 og fari þá í 5,58 milljón tonn mv. fallþunga. Aukningin, um 55 þúsund tonn, felst í bæði betra eldi en einnig fjölgun á mjólkurkúm og þar af leiðandi fjölgun nautkálfa. Fjölgun kúnna hefur að stórum hluta til verið borin uppi af innflutningi, en Kína hefur verið með öflugustu löndum heims undanfarið, þegar horft er til innflutnings á lifandi gripum. Alls munu verða flutt til landsins í ár um 115 þúsund dýr og 120 þúsund á næsta ári að því að talið er, þar af um 90% mjólkurkýr.

 

Kínverska ríkisstjórnin styður nú markvisst við nautakjötsframleiðsluna og mun það vafalítið auka framleiðsluna heima fyrir en landið stefnir að því að vera óháð innflutningi á nautakjöti á komandi árum. Enn sem komið er, er þó einhver markaður fyrir innflutning á nautakjöti en markaðurinn er þó ekki verulega stór í hinu kínverska samhengi enda er heildarneysla á nautakjöti pr. Kínverja ekki nema um 4 kg. Neyslan hefur þó farið vaxandi á undanförnum árum, sérstaklega í hinum efri stéttum samfélagsins/SS.