
Nestlé velti 1.300 milljörðum íslenskra króna !
12.09.2003
Samkvæmt yfirliti frá Rabobank, þar sem 20 stærstu mjólkursamlögum heims er raðað í velturöð, velti svissneski risinn Nestlé um 1.300 milljörðum íkr. á síðasta ári. Athygliverð er sú staðreynd að Arla foods, mjólkursamlag danskra og sænskra bænda er með fjórðu mestu veltuna, alls kr. 519 milljarða.
Í öðru sæti er bandaríska fyrirtækið Dean Foods, með veltu upp á
604 milljarða íkr. og í þriðja sæti bandaríska fyrirtækið DFA.
Fimmta veltumesta fyrirtækið er hið franska Danone, þá nýsjálenska Fonterra.