
Nestlé enn stærst
24.07.2017
Hollenski landbúnaðarbankinn Rabobank gefur árlega út lista yfir stærstu afurðafélög heims í mjólkuriðnaði, byggt á veltu þeirra af sölu mjólkurafurða. Nestlé heldur enn einu sinni fyrsta sæti á listanum, enda lang stærst á þessu sviði og er langt niður í annað og þriðja sætið, en það verma frönsku afurðafélögin Danone og Lactalis. Þar á eftir kemur bandaríska félagið Dairy Farmers of America og fimmta stærsta félagið er svo hið hollenska FrieslandCampina.
Afar áhugavert að skoða veltutölur fyrirtækjanna, en eins og sjá í listanum hér fyrir neðan þá stóðu fimm stærstu fyrirtækin undir 45,2% af heildarveltu allra topp-20 fyrirtækjanna árið 2016, en þetta hlutfall heldur hærra árið 2015 er það var 44,9% sem þá var hæsta hlutfall 5 stærstu fyrirtækjanna frá upphafi. Þróunin heldur því áfram í sömu áttina, þ.e. stærstu fyrirtækin eru að verða enn stærri.
# 2016 | # 2015 | Nafn | Upprunaland | Velta í milljörðum USD |
1 | 1 | Nestlé | Sviss | 24,0 |
2 | 3 | Danone | Frakkland | 18,3 |
3 | 2 | Lactalis | Frakkland | 18,0 |
4 | 4 | Dary Farmers of America | Bandaríkin | 13,5 |
5 | 6 | FrieslandCampina | Holland | 12,3 |
6 | 5 | Fonterra | Nýja-Sjáland | 12,0 |
7 | 7 | Arla Foods | Danmörk/Svíþjóð/St. Bretland og víðar | 9,9 |
8 | 8 | Yili | Kína | 9,0 |
9 | 9 | Saputo | Kanada | 8,4 |
10 | 11 | Mengniu | Kína | 8,2 |
11 | 10 | Dean Foods | Bandaríkin | 7,4 |
12 | 12 | Unilever | Holland/Stóra-Bretland | 6,9* |
13 | 13 | Kraft Heinz | Bandaríkin | 6,4 |
14 | 17 | Meiji | Japan | 6,1 |
15 | 16 | DMK | Þýskaland | 5,6 |
16 | 14 | Sodiaal | Frakkland | 5,3 |
17 | 18 | Schreiber Foods | Bandaríkin | 4,9* |
18 | 19 | Savencia | Frakklandi | 4,9 |
19 | 15 | Müller | Þýskalandi | 4,9* |
20 | 20 | Agropur | Kanada | 4,6 |
* Byggt á áætlun Rabobank
/SS.