Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Nestlé trónir enn á toppnum

18.10.2016

Hollenski landbúnaðarbankinn Rabobank gefur árlega út lista yfir stærstu afurðafélög heims í mjólkuriðnaði, byggt á veltu þeirra af sölu mjólkurafurða. Nestlé heldur enn toppsætinu, enda lang stærst á þessu sviði og raunar er enn langt niður í annað og þriðja sætið en það verma frönsku afurðafélögin Lactalis og Danone. Tiltölulega litlar breytingar hafa orðið á listanum yfir 20 stærstu fyrirtækin frá listanum miðað við listann sem birtur var í fyrra. Hástökkvarinn í ár er þýska fyrirtækið Muller en það er nú talið 15 stærsta afurðafyrirtæki í mjólkuriðnaði í heimi.

 

Önnur tíðindi af þróun heimsmála stærstu fyrirtækjanna eru að bandaríska félagið Dairy Farmers of America hækka um eitt sæti og eru nú í fjórða sæti og hafa haft sætisskipti við nýsjálenska félagið Fonterra. Þá vekur athygli að kínverska fyrirtækið Yili færist upp um tvö sæti, úr því tíunda í það áttunda.

 

Afar áhugavert að skoða veltutölur fyrirtækjanna, en eins og sjá í listanum hér fyrir neðan þá stóðu fimm stærstu fyrirtækin fyrir 44,9% sölu allra topp-20 fyrirtækjanna árið 2015, en þetta hlutfall heldur hærra árið 2014/SS.

 

#  2015# 2014NafnUpprunalandVelta í milljörðum USD
11NestléSviss25,0
22LactalisFrakkland18,3
33DanoneFrakkland16,7
45Dary Farmers of AmericaBandaríkin13,8
54FonterraNýja-Sjáland13,1
66FrieslandCampinaHolland12,3
77Arla FoodsDanmörk/Svíþjóð/St. Bretland og víðar10,5
810YiliKína9,3
98SaputoKanada8,6
109Dean FoodsBandaríkin8,0
1111MengniuKína7,9
1212UnileverHolland/Stóra-Bretland7,0
1316Kraft HeinzBandaríkin6,5
1413SodiaalFrakkland5,7
1520MüllerÞýskalandi5,6
1614DMKÞýskalandi5,5
1717MeijiJapan5,2
1818Schreiber FoodsBandaríkin5,0
1915SavenciaFrakklandi4,9
20AgropurKanada4,6