Beint í efni

Nestlé trónir enn á toppnum

18.10.2016

Hollenski landbúnaðarbankinn Rabobank gefur árlega út lista yfir stærstu afurðafélög heims í mjólkuriðnaði, byggt á veltu þeirra af sölu mjólkurafurða. Nestlé heldur enn toppsætinu, enda lang stærst á þessu sviði og raunar er enn langt niður í annað og þriðja sætið en það verma frönsku afurðafélögin Lactalis og Danone. Tiltölulega litlar breytingar hafa orðið á listanum yfir 20 stærstu fyrirtækin frá listanum miðað við listann sem birtur var í fyrra. Hástökkvarinn í ár er þýska fyrirtækið Muller en það er nú talið 15 stærsta afurðafyrirtæki í mjólkuriðnaði í heimi.

 

Önnur tíðindi af þróun heimsmála stærstu fyrirtækjanna eru að bandaríska félagið Dairy Farmers of America hækka um eitt sæti og eru nú í fjórða sæti og hafa haft sætisskipti við nýsjálenska félagið Fonterra. Þá vekur athygli að kínverska fyrirtækið Yili færist upp um tvö sæti, úr því tíunda í það áttunda.

 

Afar áhugavert að skoða veltutölur fyrirtækjanna, en eins og sjá í listanum hér fyrir neðan þá stóðu fimm stærstu fyrirtækin fyrir 44,9% sölu allra topp-20 fyrirtækjanna árið 2015, en þetta hlutfall heldur hærra árið 2014/SS.

 

#  2015# 2014NafnUpprunalandVelta í milljörðum USD
11NestléSviss25,0
22LactalisFrakkland18,3
33DanoneFrakkland16,7
45Dary Farmers of AmericaBandaríkin13,8
54FonterraNýja-Sjáland13,1
66FrieslandCampinaHolland12,3
77Arla FoodsDanmörk/Svíþjóð/St. Bretland og víðar10,5
810YiliKína9,3
98SaputoKanada8,6
109Dean FoodsBandaríkin8,0
1111MengniuKína7,9
1212UnileverHolland/Stóra-Bretland7,0
1316Kraft HeinzBandaríkin6,5
1413SodiaalFrakkland5,7
1520MüllerÞýskalandi5,6
1614DMKÞýskalandi5,5
1717MeijiJapan5,2
1818Schreiber FoodsBandaríkin5,0
1915SavenciaFrakklandi4,9
20AgropurKanada4,6