Beint í efni

Nestlé sækir um einkaleyfi á mysupróteini

13.08.2015

Stórfyrirtækið Nestlé hefur sótt um einkaleyfi á sérstöku próteini sem unnið er úr mysudufti. Prótein þetta, lactoferrin, er talið hafa afar jákvæð áhrif á minni ungabarna sem og að hafa jákvæð áhrif á heilaþroska auk þess sem það auðveldi ungabörnum að læra nýja hluti. Rök Nestlé fyrir einkaleyfisumsókn sinni byggir fyrirtækið á rannsókn sem gerð var á smágrísum og hafði fóðrun á þessu próteini afar jákvæð áhrif á grísahópinn og þar með telja vísindamenn að færa megi rök fyrir því að sama eigi við um ungabörn.

 

Hugmyndir Nestlé eru að geti ungabarn ekki notið móðurmjólkur eða mjólkur sem gerð er úr mjólkurdufti kúa, þá megi gefa þeim þetta prótein beint. Heimild fyrir íblöndun lactoferrin í matvæli hefur verið til staðar frá árinu 2012 en langt er síðan sjónir manna beindust að þessu próteini og ágætum þess, enda er móðurmjólkin afar rík af þessu próteini/SS.