Beint í efni

Nestlé og Danone áfram á toppnum

06.07.2011

Hollenski bankinn Rabobank hefur nú tekið saman yfirlit yfir stærstu fyrirtækin í heiminum sem vinna mjólkurafurðir, en Rabobank sérhæfir sig einmitt í bankastarfsemi í landbúnaði. Á listanum kemur ekki á óvart að sjá Nestlé tróna á toppinum en athygli vekur að hið Nýsjálenska félag Fonterra er nú komið upp í þriðja sæti á listanum! Tine, framleiðendasamvinnufélag norskra kúabænda, sem komst inn á listann í fyrra (20. sæti) er hinsvegar horfið út á ný. Hitt stóra félagið á Norðurlöndum, Arla, lækkar um eitt sæti á milli ára. Listinn er settur upp miðað við heildarveltu félaganna/fyrirtækjanna /SS.

 

Listinn í heild er þannig:

Nr. Fyrirtæki Land

Nr. á sama lista

árið 2010

Nr. á sama lista

árið 1999 

1 Nestlé Sviss 1 1
2 Danone Frakkland 2 3
3 Fonterra Nýja-Sjálandi 5
4 Lactalis Frakkland 3 8
5 Friesland Campina Holland 4 9 og 12 (sameinað)
6 Dean Foods Bandaríkin 6 17
7 Dairy Farmers of America Bandaríkin 8 2
8 Arla Danmörk/Svíþjóð 7 7
9 Kraft Foods Bandaríkin 9 4
10 Unilever Holland/Bretland 10 11
11 Saputo Kanada 12
12 Meiji Dairies Japan 11 15
13 Nordmilch og Humana DMK Þýskaland
14 Sodiaal og Entremont Alliance Frakkland
15 Parmalat Ítalía 13 5
16 Morinaga Japan 14 18
17 Bongrain Frakkland 15 13
18 Mengniu Kína 16
19 Yili Kína 17
20 Schreiber Foods Bandaríkin