Beint í efni

Nestlé með nýja þurrmjólk fyrir ungabörn

11.07.2017

Stórfyrirtækið Nestlé hefur nú fyrst allra afurðavinnslufyrirtækja í heiminum náð að framleiða þurrmjólkurduft sem inniheldur nákvæmlega sömu gerðir af fásykrum og móðurmjólkin en hingað til hefur þetta ekki verið hægt að framleiða. Þessar sérstöku fásykrur, nánar tiltekið galaktófásykrur sem stundum nefnast einnig ólígósakkaríð, hafa hingað til einungis verið til í móðurmjólkinni og nákvæmlega eins fáskyrkur hafa ekki verið hluti af mjólk kúa, en eftir 10 ára þrotlaust rannsóknastarf hefur Nestlé nú s.s. tekist að framleiða þetta mikilvæga efni og bætt því við þurrmjólkurduft sem unnið er úr kúamjólk.

Nú þegar hafa verið gerðar tilraunir með þessa nýju þurrmjólk á sjúkrahúsum á Spáni og var niðurstaða notkunar þeirrra afar góð. Nú fæst þetta afar áhugaverða þurrmjólkurduft í almennri sölu á Spáni og mun jafnt og þétt verða á boðstólum um allan heim/SS.