Beint í efni

Nestlé lang stærst í heimi

09.09.2015

Hollenski landbúnaðarbankinn Rabobank gefur árlega út lista yfir stærstu afurðafélög heims í mjólkuriðnaði, byggt á veltu þeirra af sölu mjólkurafurða. Nestlé heldur enn toppsætinu, enda lang stærst á þessu sviði og raunar langt niður í annað og þriðja sætið en það verma frönsku afurðafélögin Lactalis og Danone og hafa þau haft sætaskipti frá fyrra ári. Litlar breytingar hafa orðið á listanum yfir 20 stærstu fyrirtækin frá listanum sem birtur var í fyrra en hástökkvarinn í ár er kínverska afurðafélagið Mengniu en það er nú talið 11 stærsta afurðafélag í heimi.

 

Önnur tíðindi af þróun heimsmála stærstu fyrirtækjanna er að bandaríska félagið Dairy Farmers of America hækka um eitt sæti og eru nú í fimmta sæti og hafa haft sætisskipti við hollenska félagið FrieslandCampina. Þá vekur athygli að japanska Meiji fellur um fimm sæti, úr því 12 í það 17. Mikill stöðugleiki er á þessum markaði þrátt fyrir nánast stöðug uppkaup, en einungis eitt fyrirtæki er nýtt á listanum yfir 20 stærstu fyrirtækin en það er hið bandaríska Land O‘Lakes sem nú er í 19. sæti.

 

Afar áhugavert að skoða veltutölur fyrirtækjanna, en eins og sjá í listanum hér fyrir neðan þá stóðu fimm stærstu fyrirtækin fyrir 46,3% sölu allra topp-20 fyrirtækjanna árið 2014, en þetta hlutfall var nánast það sama árið 2013/SS.

 

# 2014 # 2013 Nafn Upprunaland Velta í milljörðum USD
1 1 Nestlé Sviss 27,8
2 3 Lactalis Frakkland 19,5
3 2 Danone Frakkland 19,5
4 4 Fonterra Nýja-Sjáland 18,5
5 6 Dairy Farmers of America Bandaríkin 17,9
6 5 FrieslandCampina Holland 14,8
7 7 Arla Foods Danmörk/Svíþjóð/St. Bretland og víðar 13,6
8 8 Saputo Kanada 9,8
9 9 Dean Foods Bandaríkin 9,0
10 10 Yili Kína 8,6
11 14 Mengniu Kína 8,1
12 11 Unilever Holland/Stóra-Bretland 7,7
13 15 Sodiaal Frakkland 7,2
14 13 DMK Þýskalandi 7,1
15 16 Savencia (áður Bongrain) Frakklandi 6,1
16 17 Kraft Foods Bandaríkin 6,0
17 12 Meiji Japan 5,6
18 19 Schreiber Foods Bandaríkin 5,6
19 Land O’Lakes Bandaríkin 5,1
20 18 Müller Þýskalandi 5,1