Nestlé enn stærsta fyrirtækið
09.08.2012
Hollenski bankinn Rabobank hefur tekið saman yfirlit yfir stærstu fyrirtækin í heiminum sem vinna mjólkurafurðir, en Rabobank sérhæfir sig einmitt í bankastarfsemi í landbúnaði. Á listanum trónir Nestlé enn á toppinum og Danone er enn næst stærsta afurðafélagið. Annað franskt félag, Lactalis er nú í þriðja sæti og ýtir hinu nýsjálenska félagi Fonterra niður í fjórða sæti eftir samruna Lactalis og Parmalat (var 15. stærsta afurðafélag heims) og Skånemejerier. Eina félagið á Norðurlöndum sem kemst á topp 20 listann er Arla Foods sem heldur stöðu sinni sem áttunda stærsta afurðafélag heims. Þess má geta að nýlegur samruni þess félags og Milk Link og MUH kemur fyrst til í haust og mun þá Arla færast eitthvað ofar á listann. Listinn er settur upp miðað við heildarveltu félaganna/fyrirtækjanna/SS.
Listinn í heild er þannig:
Nr. | Fyrirtæki | Land | Nr. á sama lista árið 2011 | Nr. á sama lista árið 2010 | Nr. á sama lista árið 1999 |
1 | Nestlé | Sviss | 1 | 1 | 1 |
2 | Danone | Frakkland | 2 | 2 | 3 |
3 | Lactalis | Frakkland | 4 | 3 | 8 |
4 | Fonterra | Nýja-Sjálandi | 3 | 5 | – |
5 | Friesland Campina | Holland | 5 | 4 | 9 og 12 (sameinað) |
6 | Dairy Farmers of America | Bandaríkin | 7 | 8 | 2 |
7 | Dean Foods | Bandaríkin | 6 | 6 | 17 |
8 | Arla Foods | Danmörk/Svíþjóð | 8 | 7 | 7 |
9 | Kraft Foods | Bandaríkin | 9 | 9 | 4 |
10 | Meiji Dairies | Japan | 12 | 11 | 15 |
11 | Unilever | Holland/Bretland | 10 | 10 | 11 |
12 | Saputo | Kanada | 11 | 12 | – |
13 | Nordmilch og Humana DMK | Þýskaland | 13 | – | – |
14 | Sodiaal og Entremont Alliance | Frakkland | 14 | – | – |
15 | Yili | Kína | 19 | 17 | – |
16 | Mengniu | Kína | 18 | 16 | – |
17 | Bongrain | Frakkland | 17 | – | – |
18 | Muller | Þýskalandi | – | – | – |
19 | Schreiber Foods | Bandaríkin | 20 | – | – |
20 | Land O´Lakes | Bandaríkin | – | – | – |