Beint í efni

Nestlé enn stærsta afurðafélag heims

19.07.2014

Undanfarin ár höfum við birt hér á naut.is lista yfir stærstu afurðafélög heimsins en hollenski landbúnaðarbankinn Rabobank gefur árlega út lista yfir þessi félög, byggt á veltu þeirra vegna sölu mjólkurafurða. Rétt eins og undanfarin ár er Nestlé á toppi listans þrátt fyrir minni sölu árið 2013 en árið 2012. Raunar vekur nokkra athygli að þrátt fyrir sameiningar og uppkaup afurðafyrirtækja á markaðinum þá verður nánast engin breyting á röð stærstu afurðasölufyrirtækja heimsins og þau sjö stærstu eru í sömu stærðarröð og þau voru árið 2012.

 

Nýtt í áttunda sæti listans er Saputo sem við höfum all oft fjallað um en þetta kandadíska félag er í mikilli sókn og enn fellur hið Bandaríska Dean Foods niður um sæti og hefur nú fallið um tvö sæti á jafn mörgum árum og er nú 9. stærsta félagið á markaðinum. rá Dean Foods og niður í tuttugasta sæti er töluverð hreyfing á milli ára eins og sést í meðfylgjandi töflu en þó er ekkert nýtt félag sem kemst inn á topp-20 listann fyrir árið 2013. Árið 2012 var einungis eitt nýtt félag á listanum.

 

Sem fyrr er áhugavert að skoða veltutölur fyrirtækjanna en eins og sjá má stóðu fimm stærstu fyrirtækin 46% allrar sölu topp-20 fyrirtækjanna árið 2013, en þetta hlutfall var 49% árið 2012 og 45% árið 2011.

 

# 2013 # 2012 Nafn Upprunaland Velta í milljörðum USD (velta 2012 í sviga)
1 1 Nestlé Sviss 28,3 (30,1)
2 2 Danone Frakkland 20,2 (19,4)
3 3 Lactalis Frakkland 19,4 (18,0)
4 4 Fonterra Nýja-Sjáland 15,3 (16,0)
5 5 FrieslandCampina Holland 14,9 (13,5)
6 6 Dairy Farmers of America Bandaríkin 14,8 (12,1)
7 7 Arla Foods Danmörk/Svíþjóð/St. Bretland og víðar 12,5 (10,8)
8 9 Saputo Kanada 8,8 (8,4)
9 8 Dean Foods Bandaríkin 8,6 (8,8)
10 12 Yili Kína 7,6 (6,5)
11 11 Unilever Holland/Stóra-Bretland 7,5 (7,5)
12 10 Meiji Japan 7,4 (7,7)
13 17 DMK Þýskaland 7,1 (5,7)
14 15 Mengniu Kína 7,0 (5,7)
15 14 Sodiaal Frakkland 6,6 (5,8)
16 18 Bongrain Frakkland 5,9 (5,3)
17 16 Kraft Foods Bandaríkin 5,8 (5,7)
18 20 Müller Þýskaland 5,0 (4,2)
19 19 Schreiber Foods Bandaríkin 5,0 (4,5)
20 13 Morinaga Japan 4,8 (5,8)

/SS