Beint í efni

Nestlé eignast markaðinn með barnamat

02.05.2012

Fyrir nokkru greindum við frá því að Pfizer væri að selja framleiðslu- og söludeild sína sem væri með barnamat og væru nokkrir áhugasamir um kaupin. Nú hefur svo Nestlé náð að kaupa deildina. Kaupverðið nemur 1.570 milljörðum króna eða um tvöfalt hærra verð en lyfjafyrirtækið Actavis var selt á í lok apríl.

 

Úr verður afar stór framleiðsluaðili á unnum mjólkurvörum með bæði barnamat og heilsuvöruren eftir uppkaupin er Nestlé með þekkt merki á við S-26 Gold, SMA og Promil (frá Pfizer) og fyrir var fyrirtækið með vörumerkin Nan, Gerber, Lactogen, Nesto-gen og Cerelac/SS.