Beint í efni

Nemendaverkefni um frjósemi nautgripa

21.06.2010

Bændasamtökin fengu í vor styrk til að vinna rannsóknaverkefni um ,,Frjósemi nautgripa". Verkefnið miðar að því að finna nýjar leiðir til að meta eiginleikann ,,frjósemi" hjá íslenskum nautgripum.

Gögn til úrvinnslu þessa verkefnis eru annarsvegar fengin úr skýrsluhaldi nautgriparæktar en hinsvegar viðamikil gögn sem safnað hefur verið gegnum árin í Nautastöð BÍ en hafa ekki áður verið hagnýtt til rannsóknar af þessu tagi.

Tveir nemendur á öðru ári við LbhÍ koma til með að vinna verkefnið og munu meðal annars nýta það sem efnivið í BS-ritgerðir. Verkefnisstjórar eru nautgriparæktarráðunautar BÍ, - Gunnfríður Elín og Magnús B.

Nemarnir, sem heita Jóna Björg Hlöðversdóttir frá Björgum í Köldukinn og Sigríður Guðbjartsdóttir frá Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi, hafa vinnuaðstöðu í sumar í ,,Nautgriparæktarmiðstöðinni á Hesti" til gagnasöfnunar . Sjá meðgylgjandi mynd sem Sveinbjörn Eyjólfsson tók.