Beint í efni

NBÍ: Nýtt erfðamat og breytingar

08.11.2023

Nautastöð Bændasamtaka Íslands (NBÍ) hefur tilkynnt breytingar á erfðamatinu.

Í tilkynningunni kemur fram að erfðamat nauta sem eru í notkun hefur verið uppfært á nautaskra.is. Stöðugt er unnið að því að einfalda og betrumbæta allt erfðamatsferlið og liður í því er að nú voru gerðar breytingar á útreikningum mats fyrir efnahlutföll. Fyrirmyndin er sótt til norræna kynbótamatsins, þ.e. þeirra aðferða sem notaðar eru í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Nú er mat fyrir próteinhlutfall reiknað út frá hlutfalli próteins og mjólkurskeiðsafurða á eftirfarandi hátt:

K.mat (prótein%) = ((K.mat (próteinmagn) + meðalafurðir í kg próteins) / (K.mat (mjólkurmagn) + meðalafurðir í kg mjólkur)) * 100

Kynbótamat fyrir fitu % er síðan reiknað á sama hátt.

Reiknilíkönin voru því endurbætt og einfölduð þannig að nú er vinnslan mun léttari og hraðari en áður. Þetta styttir þann tíma sem tekur að keyra erfðamat verulega.

Afleiðing þessara breytinga er að kynbótamat nautanna varðandi efnahlutföll breytist nokkuð án þess þó að hafa afgerandi áhrif á innbyrðis röðun þeirra.