Beint í efni

Nautís selur tólf Angus-gripi

14.06.2022

Nautgriparæktarmiðstöð Ísland, Nautís hefur auglýst tólf hreinræktaða Angus gripi til sölu á vefsvæði Búnaðarsambands Suðurlands, www.bssl.is. Um er að ræða sjö naut, það yngsta verður ársgamalt í lok ágúst en elsta nautið hefur náð 19 mánaða aldri. Til sölu eru einnig fimm kvígur, þar af tvær kelfdar sem eiga að bera í byrjun nóvember. Gripirnir eru gæfir og meðfærilegir og verða afhentir strax að lokinni sölu að undanskildum þeim nautum sem sæði verður tekið úr. Þau verða ekki afhent nýjum eigendum fyrr en nægilegt magn af sæði hefur verið safnað úr þeim. Útboðin verða opnuð 5. Júlí 2022.

Sömu útboðsreglur gilda og áður, en útboðsreglurnar má finna hér.

Yfirlit yfir sölugripina má finna hér.

Kauptilboð í Angus gripi, júní 2022 má finna hér.