Beint í efni

Naut.is er 10 ára í dag!

24.07.2011

Í dag eru liðin 10 ár síðan vefurinn naut.is fór í loftið en fyrsta fréttin var sett á vefinn þann 24. júlí árið 2001. Sú frétt fjallaði um nýtt sætuefni frá Arla Foods, sem unnið var úr mjólkurvörum í stað hefðbundins sykurs.

 

Á þessum 10 árum hafa um 2.100 pistlar og tilkynningar verið settar á vefinn, auk ýtarlegri greina, verðlista á aðföngum og afurðum, auk fleiri upplýsinga. Vefurinn hefur tvisvar skipt um útlit, árið 2005 var það endurnýjað og síðan aftur árið 2011.

 

Mikið af fréttum naut.is ratar í „stóru“ fréttamiðlana hér á landi og er áskriftakerfið lykillinn að velgengni í þeim efnum, en hægt er að gerast áskrifandi að uppfærslum á vefnum í gegnum tölvupóstinn.

 

Umferð á vefinn hefur verið góð og stöðug þann tíma sem hann hefur verið í loftinu, að jafnaði eru heimsóknir um 270 á dag, heldur fleiri virka daga en færri um helgar. Innlegg á spjallsvæðið Kýrhausinn eru nú orðin um 1.500. Sérstaða þess er sú að það skrifa menn nánast undantekningalaust undir nafni./BHB