Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Nautið mettaði þúsund munna

29.08.2011

Eins og fram hefur komið, stóðu Landssamband kúabænda, Norðlenska og Bautinn fyrir heilgrillun á nauti á Akureyrarvöku sl. laugardag. Skemmst er frá því að segja að tiltækið heppnaðist framúrskarandi vel og fengu tæplega 1.000 gestir að smakka á úrvals nautakjöti. Byrjað var að skera af gripnum um kl. 13 á laugardaginn og var óslitin röð að borðinu til kl. 16.30 er allt var upp urið.

Á myndinn hér að neðan má sjá Baldur H. Benjamínsson, framkvæmdastjóra LK og Önnu S. Jónsdóttur, bónda á Svalbarði og stjórnarmann í Félagi eyfirskra kúabænda skera kjöt og grænmeti handa gestum. Fjær er Sveinbjörn Tryggvason frá Bautanum að skera af skrokknum, 227 kg UN 1 A grip frá Sveinbirni og Huldu á Búvöllum í Aðaldal, slátrað hjá Norðlenska 16. ágúst sl. við 19 mánaða aldur. Gripurinn sá hafði eingöngu verið fóðraður á heyi eftir að mjólkurskeiði lauk./BHB

 

Mynd: mbl.is/Þorgeir