Beint í efni

Nautið mettaði þúsund munna

29.08.2011

Eins og fram hefur komið, stóðu Landssamband kúabænda, Norðlenska og Bautinn fyrir heilgrillun á nauti á Akureyrarvöku sl. laugardag. Skemmst er frá því að segja að tiltækið heppnaðist framúrskarandi vel og fengu tæplega 1.000 gestir að smakka á úrvals nautakjöti. Byrjað var að skera af gripnum um kl. 13 á laugardaginn og var óslitin röð að borðinu til kl. 16.30 er allt var upp urið.

Á myndinn hér að neðan má sjá Baldur H. Benjamínsson, framkvæmdastjóra LK og Önnu S. Jónsdóttur, bónda á Svalbarði og stjórnarmann í Félagi eyfirskra kúabænda skera kjöt og grænmeti handa gestum. Fjær er Sveinbjörn Tryggvason frá Bautanum að skera af skrokknum, 227 kg UN 1 A grip frá Sveinbirni og Huldu á Búvöllum í Aðaldal, slátrað hjá Norðlenska 16. ágúst sl. við 19 mánaða aldur. Gripurinn sá hafði eingöngu verið fóðraður á heyi eftir að mjólkurskeiði lauk./BHB

 

Mynd: mbl.is/Þorgeir