Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Nautgripum fjölgar í Skotlandi

23.11.2015

Hagstofa Skotlands hefur nú birt uppgjör fyrir árið 2015, en það telur frá miðju ári 2014 og fram á sl. sumar. Í uppgjörinu kemur fram að nautgripum fjölgar nú aðeins á milli ára en aukningin er þó minniháttar eða rétt um 1%. Þó aukningin sé ekki mikil eru þetta ákveðin tíðindi frá Skotlandi enda hefur nautgripum landsins fækkað stöðugt síðustu fimm ár.

 

Alls fjölgaði skráðum fullorðnum nautgripum af mjólkurkúakyni um 3.700 á milli ára og var fjöldi þeirra við uppgjörið 278 þúsund, sem er aukning um 1,4%. Þá fækkað skráðum fullorðnum nautgripum af holdanautakyni einnig um sama fjölda eða 3.700 og var fjöldi þeirra við uppgjörið 710 þúsund talsins, sem er samdráttur um 0,4%. Skráð geldneyti voru 544 þúsund.

 

Algengasta nautgripakynið í Skotlandi eru hið franska Limósin en þar á eftir kemur Aberdeen Angus. Þriðju algengustu gripirnir eru svo Simmental, þá kemur mjólkurkúakynið Holstein Friesian og svo holdakynið Charolais. Þessi fimm nautgripakyn standa á bak við 76% allra gripa í Skotlandi/SS.