Nautgripum fjölgar í Skotlandi
23.11.2015
Hagstofa Skotlands hefur nú birt uppgjör fyrir árið 2015, en það telur frá miðju ári 2014 og fram á sl. sumar. Í uppgjörinu kemur fram að nautgripum fjölgar nú aðeins á milli ára en aukningin er þó minniháttar eða rétt um 1%. Þó aukningin sé ekki mikil eru þetta ákveðin tíðindi frá Skotlandi enda hefur nautgripum landsins fækkað stöðugt síðustu fimm ár.
Alls fjölgaði skráðum fullorðnum nautgripum af mjólkurkúakyni um 3.700 á milli ára og var fjöldi þeirra við uppgjörið 278 þúsund, sem er aukning um 1,4%. Þá fækkað skráðum fullorðnum nautgripum af holdanautakyni einnig um sama fjölda eða 3.700 og var fjöldi þeirra við uppgjörið 710 þúsund talsins, sem er samdráttur um 0,4%. Skráð geldneyti voru 544 þúsund.
Algengasta nautgripakynið í Skotlandi eru hið franska Limósin en þar á eftir kemur Aberdeen Angus. Þriðju algengustu gripirnir eru svo Simmental, þá kemur mjólkurkúakynið Holstein Friesian og svo holdakynið Charolais. Þessi fimm nautgripakyn standa á bak við 76% allra gripa í Skotlandi/SS.