Nautgripum fækkar stöðugt í Bandaríkjunum
15.02.2013
Nautgripum í Bandaríkjunum heldur áfram að fækka á hverju ári en nú hefur Landbúnaðarráðuneytið þar í landi gefið út að fækkunin á síðasta ári hafi numið 1,6%. Alls er fjöldi nautgripanna nú 89,3 milljónir og er þá allt talið saman bæði mjólkurkýr, holdakýr og geldneyti. Skýringin á stöðugri fækkun nautgripa felst fyrst og fremst í breytingum á veðurfari en miklir þurrkar hafa sett mikið strik í reikninginn hjá mörgum bændum í Bandaríkjunum.
Bústofninn hefur ekki verið minni í 60 ár segir í tilkynningu ráðuneytisins en þurrkarnir hafa ekki einungis haft áhrif á fóðuröflunina heima á búunum heldur einnig á allt aðfangaverð. Hagkvæmni framleiðslunnar hefur því dalað verulega og bændur neyðst til þess að slátra gripum/SS.