Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Nautgripum fækkar í Japan

15.08.2012

Markaðsaðstæður nautgripaafurða í Japan hafa verið all sérstæðar eftir jarðskjálftana í fyrra hafa nú leitt til verulegrar fækkunar nautgripa. Svo virðist sem neytendur vantreysti gæðum afurðanna og hefur það leitt til verðlækkunar á nautakjöti. Þessu samhliða hefur verð á aðföngum hækkað í Japan, rétt eins og annarsstaðar á jörðinni.
 
Alls hefur nautgripum fækkað um 1,6% á einu ári (til júníloka) eða úr 4,20 milljónum gripa í 4,13 milljónir gripa. Mest hefur Holstein nautgripum fækkað, eða um 2,5% en hinum þekktu japönsku Black Wagyu holdanautum hefur fækkað um 2%. Þessu samhliða hefur kúabúum einnig fækkað verulega á 12 mánaða tímabili eða alls um 4.161 bú og er fjöldi þeirra nú (1. febrúar 2012) 65.200/SS.