Nautgripum fækkar í Japan
15.08.2012
Markaðsaðstæður nautgripaafurða í Japan hafa verið all sérstæðar eftir jarðskjálftana í fyrra hafa nú leitt til verulegrar fækkunar nautgripa. Svo virðist sem neytendur vantreysti gæðum afurðanna og hefur það leitt til verðlækkunar á nautakjöti. Þessu samhliða hefur verð á aðföngum hækkað í Japan, rétt eins og annarsstaðar á jörðinni.
Alls hefur nautgripum fækkað um 1,6% á einu ári (til júníloka) eða úr 4,20 milljónum gripa í 4,13 milljónir gripa. Mest hefur Holstein nautgripum fækkað, eða um 2,5% en hinum þekktu japönsku Black Wagyu holdanautum hefur fækkað um 2%. Þessu samhliða hefur kúabúum einnig fækkað verulega á 12 mánaða tímabili eða alls um 4.161 bú og er fjöldi þeirra nú (1. febrúar 2012) 65.200/SS.