Beint í efni

Nautgripir á ný á leið til Grænlands

01.07.2003

Eins og flestum er kunnugt eru í dag íslenskar kýr í Grænlandi, en nú stefna Grænlendingar á aukna nautgriparækt. Niels Motzfeldt, bóndi í nágrenni við Nuuk, hefur því keypt 10 kýr og tvö naut af skoska hálandakyninu. Nautgripirnir verða fluttir til Grænlands frá Danmörku. Í Grænlandi er undirlendi lítið og fóðuröflun því erfið. Með ræktun á sérstöku afbrigði af rúg á hinsvegar að vera mögulegt að afla fóðursins, en rúgurinn nær allt at 2,5 metra hæð á aðeins tveimur mánuðum. Óvíst er þó hvert fóðurgildið er að þeim tíma loknum.