Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Nautgriparæktarnámskeið LBHÍ

14.10.2008

Landbúnaðarháskóli Íslands auglýsir tvö námskeið fyrir nautgripabændur. Hið fyrra er Hagkvæm fóðrun nautgripa til kjötframleiðslu, í umsjón Þóroddar Sveinssonar og fer það fram á Möðruvöllum í Hörgárdal þann 28. október n.k. Hið síðara er Fóðrun og uppeldi kvígna, í umsjón þeirra félaga Grétars Hrafns Harðarsonar og Jóhannesar Sveinbjörnssonar og fer það fram á Hvanneyri 22. október n.k. Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna hér að neðan.

Hagkvæm fóðrun nautgripa til kjötframleiðslu

Námskeiðið er ætlað bændum sem eru í kjötframleiðslu í dag og þeim sem hafa hug á að fara út í slíka framleiðslu.

 

Nautakjötsframleiðsla er mikilvæg aukabúgrein hjá mörgum kúabændum og t.d. námu heildartekjur búgreinarinnar af ungnautakjöti um 900 milljónum króna á sl ári. Nautaeldi er vandasamt og krefst þekkingar og útsjónarsemi auk þess sem framleiðsluferillinn er langur. Eldið hefur fram til þessa byggst að mestu á heyfóðri en bændur eru í dag farnir að gefa kjarnfóður í vaxandi mæli til að tryggja topp flokkun og góðan vaxtarhraða. Eldisfóðrið er lang stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í kjötframleiðslunni og því mikilvægt lágmarka þann kostnað eins mikið og mögulegt er, en án þess að það komi niður á afkomunni.  

 

Á námskeiðinu verða borin saman möguleg en ólík fóðurkerfi í nautkjötsframleiðslunni hér á landi og rætt hvaða áhrif þau hafa á arðsemi eldisins. Þar verður komið inná mikilvæga þætti sem hafa áhrif á arðsemina eins og gæði heyja, fóðurstyrkur, tegundir eldisgripa (Íslendingar, blendingar, uxar eða naut), sláturþungi, hey- og kjarnfóðurverð, verðflokkun kjöts, stofnkostnaður og aðbúnaður gripa, svo það helsta sé nefnt.

 

Kennari: Þóroddur Sveinsson, Landbúnaðarháskóla Íslands

 

Staður og stund: þri. 28.okt. kl.10:30-15:00 (5 kennslustundir) í Leikhúsinu á Möðruvöllum.

Verð:  13.500.- kr

 

Skráningar:  endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000/ 843 5302

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 3500 kr (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590. 

 

Fóðrun og uppeldi kvígna

Markmið námskeiðsins er að gefa markvissar leiðbeiningar um helstu þætti er varða uppeldi á kvígum til viðhalds kúastofninum. Farið verður yfir fóðrun, aðbúnað og sjúkdómavarnir á mismunandi tímaskeiðum í uppeldinu, undirbúning kvígunnar fyrir burð og fóðrun kvígna á 1. mjaltaskeiði. Rætt verður um leiðir til að fullnýta vaxtargetu gripanna miðað við burð um 24 mánaða aldur. Fjallað verður um sumarbeit kvígna í uppeldi. Farið verður yfir aðferðir til að meta árangur uppeldisins á hverjum tíma.

 

Umsjón og kennsla: Grétar Hrafn Harðarson og Jóhannes Sveinbjörnsson, sérfræðingar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Tími:  Mið. 22.okt.  kl. 10:00-16:00 (7,5 kennslustundir) á Hvanneyri

 

Verð: 15.500.-

Skráningar:  endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5033/ 843 5302

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 4500 kr (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590.