Nautgriparæktarnámskeið á vegum Bændasamtaka Íslands
09.10.2008
Bændasamtök Íslands, í samvinnu við Búnaðarsamböndin/Leiðbeiningastöðvar og Endurmenntun LbhÍ efna til tveggja daga námskeiða fyrir kúabændur um allt land. Námskeiðið er ætlað bændum og búaliði er hafa metnað til eflingar nautgriparæktar í landinu. Námskeiðið er sett upp sem tveir aðskildir dagar með 3-6 vikna milli bili. Mikilvægt er að sækja báða dagana en dagskrá þeirra skiptist þannig:
Fyrri dagur:
Farið verður í notkun á skýrsluhaldsforritinu HUPPU og kynntar hugmyndir
að gæðastýringu í ræktunarstarfi nautgripa. Fjallað um fóðrun mjólkurkúa
og nýja fóðurmatskerfið NorFor tekið fyrir, m.a. kynnt notkun hugbúnaðar til
fóðuráætlanagerðar (TINE-Optifór). Þennan dag verður þátttakendum skipt
í tvo hópa og eru áætlaðir 3 tímar í hvorn hluta fyrir sig hjá hverjum hóp.
Hópaskipting verður miðuð út frá því hvort þáttakendur hafi einhverja reynslu af
notkun á HUPPU. Leiðbeinendur: Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir og Berglind
Ósk Óðinsdóttir, BÍ.
Síðari dagur:
Farið verður almennt í kynbótastarfið, ræktunaráherslur og markmið, – fjallað
um þætti er varða frjósemi nautgripa og sæðingastarfsemina, auk þess verður
farið yfir þær viðbætur sem orðið hafa á HUPPU frá fyrri námskeiðsdegi.
Leiðbeinendur: Magnús B. Jónsson og Sveinbjörn Eyjólfsson, BÍ.
Nánari upplýsingar um námskeið þessi varðandi tíma og staðsetningu er að finna hér.