Beint í efni

Nautgriparækt á Fræðaþingi landbúnaðarins

27.01.2006

Dagana 2. og 3. febrúar n.k. verður haldið hið árlega Fræðaþing landbúnaðarins. Dagskrá þingsins í heild má sjá með því að smella hér. Fyrri daginn er umræðuefnið Nýsköpun landbúnaðar og meðal fyrirlesara þar má nefna forseta Íslands, Hr. Ólaf Ragnar Grímsson, Frøydis Vold frá norska landbúnaðarráðuneytinu og Douglas Bell frá skoska landbúnaðarháskólanum. Þá er ekki úr vegi að benda á Vetrarfagnað Fræðaþings, sem verður haldinn í Sunnusal Hótel Sögu fimmtudagskvöldið 2. febrúar kl. 19.30 og eru allir gestir Fræðaþings velkomnir ásamt mökum.

Á föstudeginum eru á dagskrá í Ársal Hótel Sögu nokkrir athyglisverðir fyrirlestrar um nautgriparækt. Eru kúabændur sérstaklega hvattir til að mæta á þá.

 

kl. 09:00 Hagfræðilegt vægi eiginleika í ræktunarstarfi nautgripa. Daði Már Kristófersson, Bændasamtökum Íslands
– 09:30 Þróun skyldleikaræktar í íslenska kúastofninum
  Þorvaldur Kristjánsson, Landbúnaðarháskóla Ísland, Baldur H. Benjamínsson og Jón Viðar Jónmundsson, Bændasamtökum Íslands
– 10:00 Umræður og fyrirspurnir

– 10:20 Kaffihlé

– 10:45 CLA fitusýrur í mjólk. Bragi L. Ólafsson, Landbúnaðarháskóla Íslands
– 11:10 Bráðabirgðauppgjör á rannsóknum á frjálsum fitusýrum í mjólk. Torfi Jóhannesson, Búnaðarsamtökum Vesturlands.

 

Eftir hádegið tekur jarðræktin við og skal sérstaklega bent á fyrirlestur Grétars H. Harðarsonar um styrk snefilefna í heyi, sá hefst um kl. 14.00.