Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Nautgripakjötssala í janúar viðunnandi

18.02.2003

Samkvæmt yfirliti frá Landssamtökum sláturleyfishafa kemur fram að sala á nautgripakjöti í janúar var 309 tonn miðað við 312 tonn í janúar 2002. Munurinn nemur einungis um 3 tonnum. Niðurstaðan er viðunnandi, sérstaklega ef tekið er mið af mjög lágu verði á alífuglakjöti í janúar. Ljóst er að meðgjöf með því kjöti hamlaði verulega sölu á nautakjöti.

Í yfirlitinu kemur jafnframt fram að sala síðustu 12 mánaða nemur 3.576 tonnum miðað við 3.563 tonn árið áður. Heimtekið kjöt var reyndar heldur minna síðustu 12 mánuði en árið áður svo að heildarniðurstaðan er 8 tonnum minni sala síðustu 12 mánuði, eða 0,2% samdráttur í sölu.

 

Fram kemur jafnframt að ungkálfaslátrun síðustu 12 mánuði er 3,5% minni en árið á undan, eða 5.694 kálfar miðað við 5.904 kálfar árið áður.

 

Nánari upplýsingar og sundurliðanir á tölum eru væntanlegar á vef LK á næstu dögum.