Beint í efni

Nautgripakjötið heldur sínu þrátt fyrir mikinn slag!

22.11.2002

Nú er verið að vinna upplýsingar um framleiðslu og sölu nautgripakjöts í október og benda fyrstu niðurstöður til þess að nautgripakjötið haldi enn sínu þrátt fyrir lág verð á bæði svína- og alífuglakjöti. Þannig er aukning í sölu á nautgripakjöti í október í ár miðað við sama tíma í fyrra og jafnframt er mikil aukning í úrvalskjöti, eða nærri 40%. Ungnautakjöt sl. 12 mánuði er nú komið yfir 50% af öllu nautgripakjöti á markaðinum, sem er verulega breyting frá fyrri árum. Nánar má lesa um þetta um miðja næstu viku er tölulegar niðurstöður verða birtar.