Beint í efni

Nautastöðin nú með SpermVital sæði

11.12.2017

Nautastöð BÍ byrjaði í liðinni viku að senda út svokallað SpermVital sæði til frjótækna landsins. Í fyrstu má þó vera að það verði ekki slíkt sæði í boði hjá öllum en þegar búið er að fylla á alla kúta geta allir bændur keypt sér þetta sæði. Eins og við höfum áður greint frá er þetta sæði með lengri líftíma og getur notkun þess átt rétt á sér í ákveðinum tilvikum. Allar nánari upplýsingar um þessa nýju gerð af sæði frá Nautastöðinni má lesa um í væntanlegri Nautaskrá sem mun renna út úr prentsmiðju í lok vikunnar en auk þess má benda sérstaka og afar greinargóða umfjöllun um SpermVital á heimasíðunni nautaskra.net. Þú getur t.d. smellt hér til þess að fara beint á þessa umfjöllunarsíðu. Þá má lesa nánar um SpermVital á heimasíðu fyrirtækisins: www.spermvital.com.

 

Það eru nautin Skírnir 16018, Mími 16023, Dalur 16025 og Kári 16026 sem er verið að dreifa sæði úr sem hefur verið meðhöndlað með þessari aðferð/SS.