Beint í efni

Nautastöð BÍ á Hvanneyri í andlitslyftingu

30.08.2004

Nú eru hafnar framkvæmdir við byggingu nýs þaks á skrifstofuálmu Nautastöðvar BÍ á Hvanneyri, en nauðsynlegt var að fara út í þær framkvæmdir vegna leka. Þá verður jafnfram sett utanhúsklæðning á álmuna. Það er fyrirtækið P.J. byggingar ehf. sem bauð lægst í verkið, en tilboð fyrirtækisins hljóðar upp á tæplega 3,4 milljónir króna. Áætluð verklok eru í lok október.