Beint í efni

Nautaskráin á vefnum – viðmót fyrir spjaldtölvur og farsíma

10.05.2012

Nautaskráin hefur nú opnað nýja vefútgáfu sem hönnuð er af Birgi Erlendssyni. Skráin er nú vistuð á vefþjóni Bændasamtakanna og býður upp á allmarga nýja möguleika. Meðal þess helsta er að nú er hægt að velja allt að þrjú reynd naut til samanburðar á skjánum í einu sem gera á nautaval auðveldara og betra.

Á forsíðu þessa nýja vefs (http://www.nautaskra.net/) birtast nú óreynd naut í dreifingu með smámynd af nautunum og ef fleiri en níu eru í dreifingu á sama tíma er hægt að nota örvar til að fletta fram og aftur. Sem fyrr er hægt að skoða öll reynd naut í dreifingu og öll óreynd naut, bæði þau sem bíða afkvæmadóms og eru í útsendingu. Þá er eins og áður hægt að finna allar útgefnar nautaskrár og ungnautaspjöld sem pdf-skrár á vefnum.

Nautaskráin hefur nú bætt við einfaldari vef sem sniðinn er að snjallsímum og spjaldtölvum. Markmiðið er að gera nautaskrána aðgengilega hvar og hvenær sem er, m.a. í fjósinu. Í augnablikinu er aðeins að finna upplýsingar um reynd naut á farsímavefnum en fljótlega verður bætt við hann, a.m.k. óreyndum nautum í dreifingu. Farsímavefurinn virkar á flestum gerðum snjallsíma.

Slóðin á farsímavefinn er http://nautaskra.net/m/.