Nautaskrá ársins 2004 í vinnslu
09.03.2004
Nú er hafin vinnsla við Nautaskrána 2004. Reiknað er með því að hún verði þegar komin út til bænda í lok mars, enda vel gengið með allan undirbúning í ár. Nokkuð nýmæli verður með tilkomu nýrrar Nautaskrár, en gert er ráð fyrir takmörkuðu aðgengi kúabænda að einu nauti en það naut stendur lang hæst í mati. Er það gert til að minnka líkur á ofnotkun þess innan bús, sem og til að tryggja að sem flestir fái að nota sæði úr nautinu.