Beint í efni

Nautalifrar sashimi ekki lengur í boði í Japan

26.07.2012

Japanir eru þekktir fyrir all sérstæða matargerð og neyslu en einn af þjóðarréttum þeirra er nú ekki lengur í boði. Það er sashimi úr nautgripalifur. Frá því nú í byrjun júlí er óheimilt að selja þennan rétt, en rétturinn byggir á þunnum og hráum sneiðum af nautgripalifur og var einn af meginréttum sem yakiniku veitingastaðir buðu upp á.

 

Framreiðsla á þessum óvenjulega rétti byggði upphaflega eingöngu á lifur frá japönskum nautgripum en í seinni tíð úr nautgripum frá ýmsum löndum. Misjöfn og ótrygg gæði vörunnar hefur nú leitt til þess að japönsk yfirvöld hafa einfaldlega bannað sölu á hrárri lifur í þessum tilgangi/SS.