
Nautakjötsverðlistar
03.04.2023
SS hækkar enn frekar verðskrá sína í nautgripakjöti og tók breytingin gildi 27. mars sl.
Í sem skemmstu máli hækka allir verðflokkar um 3% til viðbótar við hækkunina sem tók gildi í febrúar, auk þess sem U- í UN 200kg. og yfir, hækkar um 3% til viðbótar.
Þá hækkaði nýverið B. Jensen verðskránna sína einnig, en hún tók gildi þann 20 mars. sl.
Þar lækkar allt UN kjöt undir 200 kg. um allt að 12%, en algengast í kringum -5% lækkun.
Þá lækkar P og P- flokkarnir í hinum UN flokkunum en hinir flokkarnir hækka, algengast um 6% í yfir 250 kg. flokki.
Ungkýr (KU) flokkurinn lækkar undir 200 kg, O- og lakar, um 3-5% ásamt P flokkum yfir 200 kg, meðan aðrir flokkar KU hækka um allt að 10%.
Í bæði K og N flokkum virðist vera komin ein verðskrá, sem gildir þá bæði fyrir yfir og undir flokkana, jafnaðarverð og því óheppilegt að tala um beinar hækkanir í því samhengi.
Í N er hækkunin frá eftir flokkuninni allt að 12% hækkun og 10-15% hækkun í K, kýrkjöti.
Þá tilkynnti Norðlenska nýverið um 10% álag á verðskrá fyrir alla gripi umfram 200 kg nema N, naut, þar sem hækkunin er 5% yfir 250kg.
Einnig er vert að benda á breytingar á slátur- og heimtökugjöldum, en bæði SS og KS hafa tilkynnt um breytingar þar. Vert er að hvetja bændur til að huga sérstaklega að því.
SAH og Sláturfélag Vopnfirðinga eu nú í einum dálki í verðskránni.