Beint í efni

Nautakjötsverð til framleiðenda í ýmsum löndum Evrópu

22.01.2010

Í fréttabréfi Livestock and Meat Commission á Norður-Írlandi, er birt tafla um kjötverð til bænda í 15 Evrópulöndum. Lagt er grundvallar verð á kvígu sem flokkast í R3 samkvæmt EUROP mati, sem er sambærilegt við UN 1 úrval A hér á landi. Eins og sjá má í töflunni hér að neðan, er verðið hæst í Grikklandi, 703 kr/kg m.v. evrugengi dagsins í SÍ, 180,03 kr. Meðalverð ESB ríkjanna 27 er skv. fréttabréfi þessu 556 kr/kg og hefur í þeim flestum verið á uppleið að undanförnu.

Land Verð 10.01.10 (evrusent pr. kg) Verð í kr/kg Breyting frá fyrra mánuði, kr/kg
Grikkland 390,6 703 -39
Ítalía 378,8 682 -2
Luxembourg 329,4 593 2
Frakkland 317 571 7
Bretland 313,1 564 8
Norður-Írland 298,3 537 11
Danmörk 296,9 535 -1
Þýskaland 296,3 533 8
Spánn 294,4 530 6
Írland 290,9 524 23
Austurríki 286,4 516 9
Slóvenía 273,4 492 4
Svíþjóð 269,9 486 34
Belgía 269,5 485 2
Pólland 234,3 422 14
Meðaltal ESB 27 308,8 556 8

 

Til hliðsjónar má sjá verð íslenskra sláturleyfishafa hér. Verðskrá Danish Crown, stærsta sláturleyfishafa Danmerkur, fyrir nautakjöt er hér.