Beint í efni

Nautakjötsverð hækkar hjá Danish Crown

03.08.2011

Danski sláturleyfishafinn hefur boðað hækkun á nautakjötsverði til bænda, ekki er þó tekið fram hve mikil hún er. Skýringin á hækkuninni er vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti á ný, hún er að jafnaði minni yfir hásumarið vegna sumarleyfa, auk þess sem lítið hefur verið um grillveður að undanförnu þar ytra.