Nautakjötssalan áfram mikil – ásetningur dregst saman
28.11.2012
Framleiðsla og sala á nautgripakjöti undanfarna 12 mánuði er rétt tæp 4.150 tonn og hefur aldrei verið meiri. Mikil slátrun var í október, bæði á ungneytum og kúm. Eftirspurn er áfram mikil en litlar heybirgðir hafa vafalaust sín áhrif einnig á slátrununa. Það sem af er árinu hefur ásetningur nautkálfa verið talsvert minni en á sama tíma í fyrra. Afar brýnt er að nautgripabændur íhugi möguleika á að auka ásetninginn, í ljósi mikillar eftirspurnar eftir nautakjöti./BHB