Beint í efni

Nautakjötsmarkaðurinn: framleiðsla, sala og innflutningur

21.04.2021

Innlend sala nautakjöts hefur dregist saman um rúm 5% á fyrsta ársfjórðungi ársins*.  Salan í janúar og febrúar var minni en sömu mánuði árið áður en töluvert meiri í mars en á sama tíma í fyrra eða aukning um 11,75%. Hafa ber þó í huga að þá byrjaði samdráttur í framleiðslu og sölu nautakjöts vegna COVID faraldursins á síðasta ári, þannig að við munum að öllum líkindum sjá aukningu í sölu milli ára núna næstu mánuðina.

Sala og framleiðsla 2021janfebmars
Innlend sala, kg408.804384.922474.210
Rúllandi 3 mánaða breyting innlend framleiðsla-7,92%-6,19%-5,63%
Breyting mánuður innlend sala-27,48%-0,65%11,75%
Rúllandi 3 mánaða hlutdeild innlend framleiðsla82%81%

Innflutningur 23% minni en á sama tíma í fyrra

Vísbendingar eru um að innflutningur verði með meira móti í ár en fyrri ár. Bæði hefur tollkvóti til innflutnings aukist verulega en einnig að eitt það fyrsta til að gefa eftir við upphaf COVID faraldursins var innflutningurinn.  Í janúar 2021, meðan enn hafði ekki verið gengið frá útboði á tollkvóta frá ESB, var innflutningur um -63% minni en í janúar 2020.  Í febrúar hins vegar var 109% aukning á innflutningi en þar ber að horfa til þess að COVID áhyggjur voru byrjarðar árið 2020 sem og að mögulega hefði þetta skipst eitthvað milli mánaða ef að kvótaútboð hefði ekki dregist fram undir lok janúar mánaðar.  Samtals eru þessir tveir mánuðir rúmlega 23% minni en fyrstu tveir mánuðir ársins í fyrra. Ekki eru komnar upplýsingar um innflutning í marsmánuði.

Þannig er varhugavert að lesa of mikið út úr framleiðslu, sölu- og innflutningstölum fyrir það sem af er ári, en vísbendingar eru um að innflutningurinn muni aukast. En þar mun þó fjöldi ferðamanna, bæði innlendra og erlendra, spila stórt hlutverk í sumar.  Landssamband kúabænda heldur áfram að fylgjast vel með þróuninni, en enn sem komið er virðist framboð nautgripakjöts á markaði vera nokkuð stöðugt þó vísbendingar séu um það sé að aukast.

*Nýverið var takið í gagnið nýtt mælaborð Landbúnaðarins og við það breyttist framsetning gagna eilítið. Þessar tölur hér eru settar fram með þeim fyrirvara að við þessa nýju framsetningu gætu leynst skekkjur þegar kemur að samanburði.  Landsamband kúabænda vinnur að því að uppfæra sína grunna í samræmi við þessa nýju framsetningu, en eigi síður er ágætt að slá þennan fyrirvara. /HS