Beint í efni

Nautakjötshluti Kjötbókarinnar er nú aðgengilegur

15.06.2012

Nautakjötshluti Kjötbókarinnar hefur nú verið gerður aðgengilegur á netinu, slóðin er http://kjotbokin.is/nautakjot/ Þarna er að finna upplýsingaveitu um íslenskt nautakjöt sem unnin er af Matís ohf í samvinnu við Landssamband kúabænda og samtök sláturleyfishafa. Lambakjötið reið á vaðið, hrossakjöt í kjölfarið og nú er komið að nautinu. Svína- og alifuglahlutar Kjötbókarinnar eru í vinnslu.

Í kjötbókinni er að finna margvíslegar upplýsingar um nautakjötsafurðir, kjötmat og samanburð á matskerfum, sögun og skrokkhlutun auk ítarefnis um rannsóknir í nautakjötsframleiðslu og -vinnslu. Mikið myndefni gerir síðuna mjög aðgengilega og fróðlega. Henni er ætlað að vera upplýsingabanki fyrir kjötkaupendur og neytendur sem býður upp á ýmsa möguleika, s.s. tengingar við uppskriftavefi og þar fram eftir götunum./BHB