Nautakjötsframleiðslan nánast óbreytt milli ára
16.01.2012
Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Landssamtökum sláturleyfishafa voru framleidd 3.858 tonn af nautakjöti hér á landi árið 2011, það er 0,9% minna en árið áður. Salan var nánast alveg sú sama, eða 3.856 tonn. Framleitt magn skiptist þannig að 2.190 tonn voru framleidd af ungnautakjöti, óbreytt frá fyrra ári, 1.595 tonn voru framleidd af kýrkjöti, samdráttur um 2,2% frá 2010, af ungkálfakjöti voru framleidd 58 tonn, 7,9% samdráttur frá fyrra ári og sem fyrr var framleiðsla á alikálfakjöt óveruleg, eða 15 tonn. Innflutningur nautgripakjöts fyrstu 11 mánuði ársins 2011 var 418 tonn, sem er fjórum sinnum meira en á sama tíma 2010. Framleiðsla og sala allra helstu kjöttegunda árið 2011 er í töflunni hér að neðan./BHB
Tegund | Framleiðsla 2011, tonn | Breyting frá 2010 | Innanlandssala 2011, tonn | Breyting frá 2010 |
Alifuglakjöt | 7.240 | 4,9% | 7.048 | -2% |
Hrossakjöt | 878 | 10% | 498 | -7,8% |
Nautakjöt | 3.858 | -0,9% | 3.856 | -1,5% |
Kindakjöt | 9.587 | 4,6% | 6.006 | -4,3% |
Svínakjöt | 6.044 | -1,8% | 5.853 | -2,8% |
Alls | 27.609 | 2,6% | 23.263 | -4,6% |