Beint í efni

Nautakjötsframleiðsla undanfarna 12 mánuði

06.09.2007

Á tímabilinu 1. ágúst 2006 til 31. júlí sl. var 19.170 nautgripum slátrað hér á landi sem er 1.370 gripum fleira en á árinu 2006. Þetta er aukning um 7,3%. Framleiðslan á tímabilinu var 3.425.515 kg sem er aukning um 7,2%. Meðalþungi skrokka er því örlítið minni en á samanburðartímabilinu, sem nemur 0,2 kg. Mesta aukningin er í úrvalsflokki ungnauta, rúm 16%. Þá er rúmlega 10% fleiri ungkálfum slátrað undanfarna 12 mánuði en á árinu 2006. Óvarlegt er þó að draga þá ályktun að ásetningur hafi minnkað tilsvarandi, þar sem fæddum kálfum hefur fjölgað umtalsvert og dregið hefur talsvert úr fjölda dauðfæddra kálfa. Þá ber þess að geta að ásetningur nautkálfa á síðasta ári var talsvert meiri en undangengin ár. Í töflunni hér að neðan má sjá þróun í helstu flokkum nautgripakjöts, en með því að smella hér má sjá framleiðslu í öllum flokkum. Flokkun heldur áfram að batna, nú fara 10% ungnauta í besta flokkinn UN Úrval A, á móti 9,3% á síðasta ári. Kýrnar flokkast einnig betur, 68,9% þeirra fara í K1, á móti 66,3% á árinu 2006.

Flokkur

Fjöldi gripa

Breyting*

Magn kg

Breyting*

Meðalþungi kg

Breyting*

UK

3.458 10,3% 64.994 11,1% 18,7 0,7%

UN-úrval

993 16,1% 268.357 16,8% 270,2 0,5%

UN 1

7.546 8% 1.687.630 7,7% 223,6 -0,3%

K1U – ungkýr

1.397 1,1% 283.574 2,6% 203,0 1,5%

K

5.238 5,8% 1.055.325 6,3% 201,5 0,5%

 

*Breyting m.v. tímabilið 1.1.2006-31.12.2006