Beint í efni

Nautakjötsframleiðsla og -flokkun á síðustu 12 mánuðum

27.09.2006

Á tímabilinu 1.9.2005-31.8.2006 var slátrað hér á landi 17.776 nautgripum, sem vigtuðu alls 3.206 tonn. Jafnvægi í framleiðslu og sölu er gott, þannig að birgðasöfnun á tímabilinu er engin. Í úrkast fóru 37 gripir, sem er 0,2%. Með því að smella hér má sjá fjölda- og magntölur á helstu flokkum nautgripakjöts.

Það sem helst vekur athygli er að slátrun á kálfum minnkar um 28%, miðað við tímabilið 1.9.2004 til 31.8.2005. Þá eykst fjöldi gripa sem fara í UN-úrval talsvert, eða um 11%. Fjöldi gripa í UN er svo til óbreyttur. 14% aukning er í slátrun á ungum kúm, aukning á framleiðslu á K1U flokknum er þó enn meiri, eða 39% þar sem meðalvigt flokksins eykst um tæplega fjórðung. Verulegur samdráttur er í slátrun á kúm, að magni til um 22%.