Beint í efni

Nautakjötsframleiðsla í ágúst

16.09.2009

Framleiðsla ágústmánaðar á nautakjöti var 304 tonn, það er aukning m.v. sama mánuð í fyrra um 10,1%. Framleiðsluaukning á sl. ársfjórðungi (júní-ágúst) miðað við sama tímabil í fyrra er 8,9%. Salan í ágúst nam 311 tonnum, 12,8% meiri en í ágúst 2008. Undanfarinn ársfjórðung hefur hún aukist um 7,8%. Sé litið til síðustu 12 mánaða, er samdráttur í sölu 0,7%.

Innflutningur nautakjöts hefur það sem af er ári dregist saman um 75%, m.v. sl. ár. Á tímabilinu janúar-júlí í ár voru flutt inn 71 tonn af nautakjöti, á móti 276 tonnum á sama tímabili í fyrra.