Nautakjötinu gerð góð skil í DV
22.04.2005
Eins og flestum mun kunnugt hefur Landssamband Kúabænda unnið markvist að markaðssetningu og aukinni sölu nautakjöts. Liður í þeirri vinnu er neytendasíða LK, www.kjot.is sem fjöldi neytenda sækir heim í viku hverri, en heimasíðan er nú rösklega þriggja ára. Nú hefur umsjónarmaður neytendasíðu DV óskað eftir því að Kristín Linda, sem er ritstjóri www.kjot.is, skrifi reglulega pistla um nautakjöt fyrir
neytendasíðu DV og mun LK standa á bak við það verkefni. Það er mikil viðurkenning fyrir það góða starf sem LK sinnir á þessu sviði, að fá nú tækifæri til að skrifa reglulega pistla um nautakjötið á neytendasíðu DV og ljóst að verkefni LK eru vel metin af íslenskum neytendum.