
Nautakjötið vinsælt um áramótin
03.01.2005
Nautakjötið nýtur sívaxandi vinsælda á áramótunum og samkvæmt upplýsingum LK hefur eftirspurnin ekki verið meiri um áramót en einmitt nú. Margar verslanir lögðu áherslu á sölu á nautakjöti um áramótin og virðast neytendur landsins hafa tekið því fagnandi. Nákvæmar upplýsingar um sölu á nautakjöti um áramótin liggja ekki fyrir, en upplýsingar um heildarsölu nautgripakjöts í desember verða tilbúnar upp úr 20. janúar.