
Nautakjöt: kúabændur miðla og nema
18.11.2016
Jötunn hefur ákveðið að standa fyrir stofnun tveggja faghópa í nautakjötsframleiðslu, annars vegar á Suðurlandi og hins vegar á Norðurlandi. Tilgangur með þessum faghópum er að fá kúabændur til að hittast, miðla upplýsingum og reynslu og jafnframt hlýða á fræðslu á þessu sviði.
Ætlunin er að deila framleiðsluferlinu niður á sex 3 klst fundi, sem verða haldnir á 4-8 vikna fresti næstu 12 mánuði. Fundarröðinni lýkur með fræðslu- og kynnisferð til Skotlands haustið 2017 (ekki innifalin í verði). Hugsanlegt er svo að halda starfinu áfram með einhverjum hætti ef áhugi þátttakenda er til staðar. Auk starfsmanna Jötuns hefur verður leitað til sérfræðinga með fræðsluefni þ.á.m. einn erlendan sérfræðing.
Fundur – nóvember:
Markaðsmál, Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri LK
Afkoma – helstu kostnaðarliðir, Grétar Hrafn Harðarson
Fundur – janúar:
Fóðrun í eldi & Fóðrun kýrinnar yfir veturinn, Grétar Hrafn Harðarson
Fundur – febrúar:
Aðbúnaður í holdanautarækt, Sigtryggur Veigar Herbertsson
Aðbúnaður í graðnautarækt, Grétar Hrafn Harðarson
Fundur – mars:
Nautakjötsframleiðsla sem aðalstarf – reynsla Dana, Per Spleth, landsráðunautur Dana í nautakjötsframleiðslu
Fundur – apríl:
Meðferð mæðra í geldstöðu & Burður og burðarhjálp, Grétar Hrafn Harðarson
Fundur – maí:
Beit og nýting lands, Þóroddur Sveinsson
Mjólkureldi ungkálfa, Grétar Hrafn Harðarson
Ágúst 2017 – Fræðslu og kynnisferð til Skotlands
Þátttaka miðast við að hámarki 25 á hvorum stað og eru allir áhugasamir um framleiðslu nautakjöts velkomnir. Þátttökugjald er kr. 40 þús (6 fundir). Frekari upplýsingar og tilkynning um þátttöku er hjá Grétari Hrafni Harðarsyni á gretar@jotunn.is eða í síma 480 0400. Fyrstu fundir eru áætlaðir vikuna 21-25 nóvember/SS-Fréttabréf Jötuns