Nautakjöt hækkar á heimsmarkaði
02.05.2013
Þrátt fyrir að nautakjötsmarkaðurinn hafi lent í áföllum að undanförnu vegna hrossakjötsmálsins virðist það ekki hafa haft áhrif á verðið. Samkvæmt greiningu hollenska landbúnaðarbankans Rabobank hefur verð á nautakjöti á alþjóðlegum mörkuðum verið að hækka og segir í skýrslu bankans að skýringuna sé að finna í hestakjötsmálinu svokallaða. Aukið eftirlit þýði einfaldlega að eftirspurn eftir nautakjöti hefur aukist, enda hakkið ekki lengur þynnt út með hrossakjöti!
Sé horft á einstök framleiðslusvæði nauta í heiminum þá er útlitið best fyrir framleiðendur í Suður-Ameríku segir bankinn. Í Bandaríkjunum er hinsvegar ástandið slæmt og hefur bæði salan dregist saman og útflutningur minnkað. Það hefur lækkað verð til bænda og á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hefur nautakjötsframleiðslan á mörgum búum þar í landi verið rekin með um 100 dollara (um 12 þúsund íkr) tapi á hvert dýr/SS.