Beint í efni

Nautakjöt grillað sem aldrei fyrr

13.06.2010

Bæjarhátíðin Kótilettan 2010 var haldin á Selfossi og nágrenni um helgina. Landssamband kúabænda tók að sjálfsögðu þátt í hátíðinni og að þessu sinni í samstarfi við Sláturhúsið á Hellu. LK lagði til risagrill sambandsins og Sláturhúsið á Hellu til veglegt naut í veisluna. Hátíðin gekk vel þrátt fyrir dumbungsveður og var margt um manninn, sem m.a. gæddi sér á gómsætu nautakjöti!