Beint í efni

Nautakjöt frá Hvíta-Rússlandi í sókn í Rússlandi

14.08.2013

Undanfarin misseri hefur nautakjöt frá Hvíta-Rússlandi verið í stórsókn í Rússlandi og ef fram fer sem horfir mun nautakjöt frá löndum utan CU sambandsins (Custom Union) hverfa af þeim markaði á næstunni. Alls nam heildarstærð nautakjötsmarkaðarins í Rússlandi heilum 370.100 tonnum fyrstu fjóra mánuði ársins og þar af var hlutdeild kjöts frá Hvíta-Rússlandi 13%.

 

Þessi hlutdeild er þó enn lítil miðað við innflutninginn frá löndum utan CU sambandsins en sú hlutdeild dalaði þó fyrstu fjóra mánuði ársins úr 45% í 41%. Spá um yfirtöku Hvíta-Rússlands á markaðinum í Rússlandi byggir á því að kjötið þaðan er mun ódýrara en t.d. frá öðrum löndum Evrópu eða Suður-Ameríku/SS.