Beint í efni

Nautahlaup: naut reyndi að flýja!

12.07.2013

Hið árlega nautahlaup á Spáni fer nú fram í Pamploma í norðurhluta landsins og er það hluti af San Farmin hátíðahöldunum. Í ár hafa ekki borist fregnir af alvarlegum slysum, en tugþúsundir manna taka þátt í hlaupinu sem felst í því að hlauta undan mörgum nautum eftir götum bæjarins.

 

Þó svo að ekki hafi borist fréttir af mannfalli eða slíku vegna hlaupsins í ár gerðist þó það óvenjulega atvik nú að eitt nautanna reyndi ítrekað að flýja og hoppaði í tvígang yfir girðingu hringleikahússins. Flóttatilraunin var þó stöðvuð og nautið aflífað líkt og önnur sem hlaupa eftir götunum/SS.